Menu
Uppskriftasafn
  • Home
  • Um síðuna
  • Flokkar
Uppskriftasafn

Mojito-ostakaka

Posted on 25/04/2011
  • 150gr Lu kanilkex
  • 1/2dl vatn
  • 100 gr hrásykur
  • 3 lime
  • 5msk romm
  • góð handfylli af smáttsöxuðum myntulaufum
  • 400gr rjómaostur
  • 200gr sýrður rjómi
  • 1 1/2dl þeyttur rjómi

í skreytingu:

  • 1 poki litlar marengs eða makkarónu kökur
  • 2 límónur mjög þunnt skornar
  • myntulauf

Myljið kex og setjið í form.

Sjóðið saman vatn og sykur þar til sykurinn er uppleystur. Rífið börk af limeinu fínt og bætið út í. Skerið limein og kreistið safann úr og bætið líka út í.  Bætið rommi og myntu saman við og kælið blönduna.

Mýkið rjómaost og bætið sýrðum rjóma saman við. Hellið sykurblöndunni út í og blandið saman. Bætið þeyttum rjóma varlega út í með sleikju.

Hellið blöndunni yfir kexið og skreytið með marengs/makkarónum, lime og myntulaufi.

(í upprunalegu uppskriftinni er ostakakan borin fram í litlum glösum sem gæti eflaust verið mjög krúttlegt 🙂 )

Fékk þetta ljósritað af ljósriti úr gömlu gestgjafablaði frá Emilíu í vinnunni.

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

©2025 Uppskriftasafn | Powered by SuperbThemes & WordPress