Menu
Uppskriftasafn
  • Home
  • Um síðuna
  • Flokkar
Uppskriftasafn

Red Hot Chillisulta

Posted on 08/09/201108/09/2011
  • 4 stórar rauðar papríkur
  • 5-6 stk rauður chillipipar
  • 1kg sykur
  • 1 1/2 bolli borðedik
  • ca 5 tsk sultuhleypir

Papríkan kjarnhreinsuð og skorin í stóra bita. Chillipiparinn og papríkan sett í matvinnsluvél og maukað (ath ekki hreinsa fræin úr chillipiparnum).

Maukið er sett í pott ásamt sykri og ediki og soðið í um það bil 20 mín. Sultuhleypi því næst bætt við og soðið áfram í ca 2 mín.

Sett í hreinar heitar krukkur og lokað strax.

Sultan á ekki að vera mjög þykk, hún stífnar við að kólna.

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

©2025 Uppskriftasafn | Powered by SuperbThemes & WordPress