Menu
Uppskriftasafn
  • Home
  • Um síðuna
  • Flokkar
Uppskriftasafn

Fryst Marengsrúlla

Posted on 17/01/201003/05/2010

Marengs:

  • 3 dl sykur
  • 3 dl púðursykur
  • 6 eggjahvítur

allt þeytt saman, smurt á bökunarplötu (klæddri bökunarpappír). Bakað í ca 1 klst. við 180 °C -eða bara þar til hann er tilbúinn.
Þegar botninn er orðinn kaldur er hann dreginn á bökunarpappírnum yfir á vel rakt viskastykki og annað slíkt lagt ofan á hann. Þá mýkist hann allur upp og hægt er að rúlla honum.

Fylling:

  • 1/2 l þeyttur rjómi
  • 1 -2 öskjur fersk jarðaber – eða önnur fersk ber
  • súkkulaðibitar að eigin vali (t.d. mars, snickers, toblerone eða eitthvað allt annað eða blöndu af nokkrum tegundum.) Nokkur stykki þarf í kökuna.

Súkkulaðikrem:

  • 6 eggjarauður, þeyttar
  • 50 gr smjör-brætt
  • 100 g suðusúkkulaði -brætt

Fyllingunni er smurt á botninn, honum er rúllað upp frá langhliðinni og samskeytin látin snúa niður. Út úr þessu kemur risa rúlla. Yfir er svo hellt súkkulaðikremi. Svo er kökunni stungið í frystinn og tekin út um 3 klst áður en borin fram.

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

©2025 Uppskriftasafn | Powered by SuperbThemes & WordPress