Menu
Uppskriftasafn
  • Home
  • Um síðuna
  • Flokkar
Uppskriftasafn

Vaðness – Kartöflugratín

Posted on 03/02/200803/02/2008
  • 1kg kartöflur
  • 1msk smjör eða olía
  • pipar
  • salt
  • oregano
  • 2 egg
  • 200 g hreint skyr
  • 100 ml mjólk
  • 10 cm bútur af blaðlauk smátt saxaður
  • 2 msk nýrifinn parmesanostur (má sleppa)

Ofninn hitaður í 180°c
Kartöflurnar skornar í þunnar sneiðar, fljótlegast að nota matvinnsluvél til verksins. Meðalstórt eldfastmót smurt með smjörinu/olíunni, kartöflusneiðunum raðað á borninn og þær látnar skarast.
Dálitlu af pipar, salti og oregano stráð á milli laga.
Skyr, egg, mjólk og saxaður laukur sett í skál og hrært saman, kryddað með pipar og salti og hellt yfir kartöflurnar.
Bakað í 30mín, ostinum stráð yfir og bakað í 15-30 mín til viðbótar allt eftir því hvað fatið er stórt.

Gott er að stinga prjóni í miðjuna til að finna hvort þetta er tilbúið.

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

©2025 Uppskriftasafn | Powered by SuperbThemes & WordPress