Menu
Uppskriftasafn
  • Home
  • Um síðuna
  • Flokkar
Uppskriftasafn

Berjabomba

Posted on 01/06/200626/10/2012
  • 200g jarðarber
  • 150g bláber
  • 100g hindber
  • 200g Siríus-rjómasúkkulaði með hnetum
  • 100g nóa-rjómatöggur eða Nóa rjómakúlur
  • Lítil álform

Smyrjið álformin vel með smjöri (best er að hafa þau tvöföld). Skerið jarðarberin í bita og blandið þeim saman við bláber og hindber. Saxið súkkulaðið gróft, skerið karamellurnar í bita og blandið hvorutveggja saman við berin.
Setjið berja-og súkkulaðiblönduna í álformin og grillið í um 3-5 mínútur.
Prófið líka að nota aðrar tegundir af siríus rjómasúkkulaði eða nóa töggum í þennan rétt.

berjabomba með vanilluís
berjabomba með vanilluís

Þessi uppskrift er áætluð fyrir 5.

Gestgjafinn 6tbl 2006

2 thoughts on “Berjabomba”

  1. Sigrún says:
    15/10/2011 at 2:01 am

    Þessi uppskrift hljómar vel. Áttu einhverjar hugmyndir hvað hægt væri að bjóða með?

    Reply
    1. Kjánaprikin says:
      16/10/2011 at 2:17 pm

      matarlega séð?
      þetta er náttrúlega ekta grilldesert,
      Ert í raun að minna mig á hann, langt síðan síðast 🙂

      Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

©2025 Uppskriftasafn | Powered by SuperbThemes & WordPress