Category: daglegt röfl
Smá pásk
Páskaföndur okkar Olivers frá því í fyrra. Oliver hafði séð gamalt perl frá Sigurborgu frænku sinni og langaði að gera eins. Úr varð að tengdó tók mynd af því og sendi okkur í tölvunni svo að Oliver gat gert eins. Þykir afskaplega vænt um þetta.
yndin mín
Silvíukaka
Undanfarna viku hefur Oliver ásamt skólasystkinum sínum í 1,2 og 3.bekk verið í þemaviku þar sem unnið var með sögurnar hennar Astrid Lindgren og á morgun verður uppskeruhátíð þar sem krakkarnir eiga allir að koma með eitthvað smá á hlaðborð. Oliver var alveg á því að það yrði að vera sænskt! jahá… google hjálpaði okkur…
Loksins ekki rok/rigning/slagveður!!!
Loksins var ekki leiðindarveður, færðin ekkert til að hrópa húrra yfir en hvað með það! maður gat farið út að leika eða labba og það birti til í hjartanu og alles! Ég og Sigurborg Ásta löbbuðum amk úr í Krónu og nutum þess að fara út. Hún að vísu í þeim tilgangi að leggja sig í vagninum en það breytti…
Útilistaverk ala Ása Júlía
Öskudagur í Kambaselinu :)
Upp er runninn öskudagur og mikil spenna hér á bæ… Oliver var hæst ánægður með að fara sem “Steve” úr leiknum Minecraft sem er spilaður af miklum áhuga hér á bæ. Leifur föndraði hausinn úr pappakassa & svo fundum við pdf skjöl á netinu með “hausnum” og límdum svo á. Maggi afi sagaði hakann út…
Kvöldmatur
Suma daga hlakkar mann bara aðeins meira til en aðra til að borða kvöldmatinn… og ekki skemmdi fyrir að þessi réttur dugaði okkur í nokkrar máltíðir enda matarmikill og góður. Þetta er ss Chili con Carne af síðunni Ljúfmeti. Ég reyndar notaði ekki alveg sömu baunablöndu og hún en það skiptir ekki máli 🙂 Oliver…