Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Author: Dagný Ásta

Hressar eftir 5.7km með Veseninu ;)

Posted on 31/08/201606/09/2016 by Dagný Ásta

Við Sirrý vinkona skelltum okkur í Miðvikudagsgöngu með gönguhópnum Vesen og Vergangur á Fésinu… fórum góðan hring í kringum Rauðavatn sem endaði í 5.7km.. skilst að hluti hópsins hafi farið um 7km og annar hluti styttra. Svosem ekkert skrítið að vegalengdirnar hafi verið svona misjafnar þar sem það voru yfir 250 manns sem mættu í…

Read more

Prjón: ÍRingurinn

Posted on 26/08/201626/08/2016 by Dagný Ásta

Olla var farið að vanta nýja peysu í sumar og þegar ég spurði hann hvernig peysu hann vildi þá var fysta beiðnin græn með skriðdrekum á? ehh æj veistu mig langar ekki að gera skriðdreka á peysu fyrir 9 ára gutta… Eftir fótboltamót á Selfossi fyrripart sumars kom frá honum að hann væri til í…

Read more

Ganga á Mosfell

Posted on 20/08/201606/09/2016 by Dagný Ásta

Uppfull af orku eftir berjamó tókum við skyndiákvörðun og skelltum okkur í göngu upp á Mosfellið. Vorum með burðarpokann hennar Sigurborgar í skottinu þannig að það var ekkert sem gat stoppað okkur. Við fórum upp eftir skiltum sem merktu að það væru 1.7km upp á topp. Enduðum reyndar á að að labba hálfgerðan hring og…

Read more

Í berjamó

Posted on 20/08/201629/08/2016 by Dagný Ásta

Í stað þess að vera eins og “allir” hinir og skella okkur í menninguna niðrí bæ í dag ákváðum við að tileinka okkur frekar hina fornu hefð og ganga til berja í nágrannasveitum borgarinnar 😉 eða með öðrum orðum skella okkur í berjamó! Ása og Olli elska að fara í berjamó en Sigurborg Ásta hefur ekki…

Read more

7 ára afmæliskaka Ásu

Posted on 13/08/201619/08/2016 by Dagný Ásta

Elsku Ása Júlía okkar verður 7 ára þann 16.ágúst. Við ákváðum eftir smá vangaveltur að gera heiðarlega tilraun til þess að útbúa köku sem líktist ís. Það heppaðist svona lala 😉 Botninn er okkar venjulega súkkulaði kaka, kremið á milli er sömuleiðis okkar venjulega krem – ég setti smá hindberjabragðefni í kremið sem fór á…

Read more

Með fullt fangið af rabarbara :)

Posted on 02/08/201620/08/2016 by Dagný Ásta

Sigurborg Ásta er orðin svo stór! Hún var ólm í að hjálpa mér þegar ég tók upp nokkra rabarbara í garðinum hjá foreldrum mínum fyrr í dag. Þessi mynd minnir mig reyndar á rúmlega ársgamla mynd af Ásu Júlíu í svipuðum aðstæðum eins og sjá má  :love:

Read more

Versló í Geðbót

Posted on 30/07/201625/08/2016 by Dagný Ásta

Við ákváðum að skreppa í bíltúr í Landssveitina á laugardeginum og eftir smá spjall við Geðbótaríbúa breyttist þetta í helgarferð 😉 Áttum alveg dásamlegan tíma í snilldar veðri með vinafólki okkar og þeirra afleggjurum þar sem potturinn var velnýttur, trampolínið var úthoppað, grasið traðkað af litlum táslum á eftir bolta, sögur sagðar og frábær matur…

Read more

31km

Posted on 28/07/201620/08/2016 by Dagný Ásta

Oliver ákvað snemma í vor að við myndum fara í álíka hjólatúr í ár og í fyrra. Núna kæmi Ása Júlía með okkur 😉 og hann yrði líka lengri þar sem við myndum byrja heima í Kambaselinu en ekki við eitthvað verkstæði í Dugguvoginum. Þar sem Leifur var búin að fá Stálmenn í framkvæmdir heima…

Read more

Posts navigation

  • Previous
  • 1
  • …
  • 66
  • 67
  • 68
  • 69
  • 70
  • 71
  • 72
  • …
  • 462
  • Next
May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme