Við fjölskyldan skelltum okkur í 2 vikna frí til Portúgal í byrjun mánaðarins á vegum Plúsferða, eitthvað sem þeir kjósa að kalla “Sólarlottó” þannig að við vissum bara að við værum að fara á svæði í Algarve sem héti “Praia da Rocha”. Í ljós kom ca 3 dögum fyrir brottför að við fengum þessa fínu 2herb. Íbúð á hóteli sem nefnist Hotel Presidente.
Við flugum út þann 1 júlí og komum heim aðfararnótt 16.júlí.
Þetta var yndisleg ferð sem mun steint gleymast þá sérstaklega með tilliti til síðustu dagana!
Oliver og Ása Júlía virtust njóta sín þarna annsi vel, með daglegan aðgang að sundlaug og nokkrum skreppum niðrá strönd í sandkastalagerð og sjóheimsóknum (þó ekki Ása Júlía).
Við leigðum okkur bíl í 2 daga og kíktum aðeins útfyrir Praia de Rocha/Portimao og skruppum m.a. til Albufera þar sem Leifur fékk nostalgíukast frá útskriftarferðinni sinni úr MS ’98. Ég verð að viðurkenna að mér þykir Albufera miklu skemmtilegri bær heldur nokkurntíma Praia de Rocha. Það er eitthvað við eldgömul og skökk hús, þröngar götur og andrúmsloftið í svona bæjum sem heilla mig.
Seinni daginn keyrðum við svo m.a. til Silves þar sem rosalega flottur kastali er og auðvitað skoðuðum við hann, upp í fjöllin að hæðsta punkti Algarve héraðsins, til Sagres, Lagos og nokkura fleiri lítilla bæja.
Það var ferlega gott að skoða eitthvað annað en bara næsta nágrenni svona í 2daga.
Seinni daginn sem við höfðum bílinn tókum við eftir útbrotum sem fóru hratt vaxandi á búknum á Olla polla. Þarna var hlaupabólan að mæta á svæðið og vorum við kyrrsett til að byrja með af lækni sem við hittum úti *jeij*
Oliver greyjið mátti helst ekki vera úti í sólinni en þar sem við vorum ekki með herbergi sem var með loftkælingu að þá var það nú ekki alveg að gera sig. Hann var því bara hafður klæddur og undir sólhlíf með allt dótið sitt með. Annars þá má Áslaug Björk fararstjóri alveg fá A+ fyrir allt ruglið í kringum þessa hlaupabólu 🙂 Við þurftum svo vottorð frá lækni til að fá að fara í flugið en það var annsi tæpt. Við hittum nýjan lækni sem talaði ekki neitt sérstaklega góða ensku og endaði með því þar sem hann sá engar bólur með vökva og barnið ekki með hita að þá hleypti hann okkur í gegn og gaf okkur vottorð.
Það má segja að okkur hafi beðið mótttökunefnd á hótelinu sem samanstóð af öllum íslendingunum sem áttu bókað far heim með sömu vél og við. Rútan var mætt en enginn fararstjóri (þar sem hún kom og náði í okkur til læknisins). Það var eins og allir vissu af þessu og mættu heilmiklum skilningi gagnvart okkur sem er frábært! Þarna um morguninn höfðu ótrúlegustu íslendingar gefið sig á tal við okkur og spurt hvernig staðan væri hjá okkur.. hvort við kæmumst heim með þeim eða værum við föst úti lengur.
Það var annsi þreytt og stressuð fjölskylda sem fór um borð í rútuna á leið út á flugvöll 🙂
Ég er búin að setja myndirnar úr ferðinni inn á Flickr.
Ég fór þarna á Praia de Rocha 2001 með fríðu föruneyti. Þetta er mjög spes bær verð ég að segja en helvíti fín ef maður vill bara liggja og sóla sig 🙂
já þar er ég sammála þér… flottur bær ef maður ætlar bara að liggja í leti á ströndinni eða við sundlaugina.