um síðustu helgi var förinni heitið í Borgarfjörðinn bæði á föstudag og laugardag 🙂 reyndar í Borgarnes á föstudaginn í svokallaða Lappaveislu hjá Vífli frænda. Þar voru mættir nokkrir ættingjar mínir mömmu megin úr fjölskyldunni.
Vífill kallaði Labbana saman í lappaveislu, labbarnir eru afkomendur Helgu ömmu og Olla afa en þau bjuggu í húsi um tíma í Ólafsvík sem heitir Lækjarbakki 😉 Vífill ákvað líka að bjóða Björgu frænku og Didda + þeirra afkomendum 😉 Ágætis mæting (þó hefði verið gaman að sjá fleiri *hinthint*).
Eins og nafnið á veislunni gefur til kynna var boðið upp á lappir, hvernig lappir? jú sviðalappir! reyndar voru líka sviðakjammar og hangikjöt fyrir þá sem ekki vildu lappir 😉 Það var rosalega gaman að hitta alla og var spjallað langt fram á kvöld. Oliver var auðvitað alger engill og svaf megnið af kvöldinu 😉 vaknaði ekki fyrr en ég vakti hann til þess að drekka þegar við komum heim í Birtingaholtið!
Á laugardeginum var brunað í Borgarfjörðinn í sumarbústað hjá Steina bróður pabba og Stínu konunni hans.
Tilefnið var 75 ára afmæli Ástu frænku sem er einmitt stödd á landinu. Þar var líka ágætis mæting og gaman að sjá marga þarna sem maður hittir alltof sjaldan, enda stór fjölskylda. Reyndar kom í ljós að á sama tíma hafði önnur fjölskylda stefnt hópnum á sama stað við lítinn fögnuð minnar fjölskyldu – mý er ekkert rosalega spennandi félagsskapur 😉 EN það rættist ágætlega úr þessum félagsskap og við nutum þess að borða góðan mat og eyða tíma með hópnum.
Oliver ákvað að vera aðeins meiri selskapsvera í þessari veislu og var vakandi megnið af deginum 😉