Menu
Uppskriftasafn
  • Home
  • Um síðuna
  • Flokkar
Uppskriftasafn

Kanil eða pizza snúðar :)

Posted on 08/10/200729/01/2008

Hráefni:

  • 450 gr. brauðhveiti
  • 150 gr heilhveiti
  • 4 tsk. þurrger, sléttfullar (1 bréf)
  • 1 tsk. lyftiduft, sléttfull
  • 3 msk. sykur, sléttfullar
  • 1 tsk. salt, sléttfull
  • 1 dl. matarolía
  • 1½ dl mjólk, ylvolg
  • 1½ dl vatn, ylvolgt
  • 3 msk. súrmjólk
  • 1 stk. egg

KANELSNÚÐAR:
1 msk. af kanel í degið (má sleppa)
bræði síðan smjörlíki (ca 100 gr.) og blandið kanilsykur (2-4 msk. af sykri og tvær msk. af kanil) saman við, til að smyrja á snúðana (gott er að kæla blönduna aðeins áður en henni er smurt á snúðana).

PITSASNÚÐAR:
1 msk. af pitsakryddi í degið (má sleppa)
pitsasósa (ca. 1/2 flaska af pitzasósu)
rifinn pitsaostur

Leysið gerið upp í ylvolgri mjólkinni. Blandið öllum þurrefnunum í hrærivélarskálinni með hnoðaranum. Bætið gerblöndu, súrmjólk, vatni, mýktu smjöri, og eggi saman við og hnoðið í 5 mín. Takið deigið úr skálinni, mótið í snittubrauð og skerið í 15-20 tveggja cm þykkar sneiðar (bollur). Leggið á smurða plötu, látið hefast við stofuhita í 20 mín. og bakið í 20 mín. við 200°C. Skvettið einum dl af vatni í botninn á ofninum þegar baksturinn hefst.

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

©2025 Uppskriftasafn | Powered by SuperbThemes & WordPress