Menu
Uppskriftasafn
  • Home
  • Um síðuna
  • Flokkar
Uppskriftasafn

dásamlegt grillbrauð

Posted on 18/11/200525/07/2016

Við skelltum okkur í sumarbústað með vinahópnum fyrr í haust og þar voru þessi dásamlega góðu grillbrauð með matnum.

20160714_212617

Þau eru algert sælgæti!

  • 2 1/2 dl súrmjólk (ABmjólk er líka góð)
  • 2 msk síróp eða hunang
  • 1 tsk hjartarsalt
  • 4-5 dl hveiti

Allt sett í skál og hrært vel saman,  geymt í kæli í 60mín.

20160714_200426

Þegar deigið er tilbúið er það tekið út og deiginu skipt í 12 til 15 búta sem eru flattir mjög þunnt út – hef stundum gert það bara með fingrunum en ef kökukefli eða hrein flaska/glas er til staðar þá er það best enda er best að hvert brauð sé um 1/2cm á þykkt.
20160714_201318

Grillað c.a 3mín á hvorri hlið eða þar til gullinn blær lætur sjá sig.

20160714_210335

20160714_212518

1 thought on “dásamlegt grillbrauð”

  1. iðipiði says:
    27/02/2006 at 9:31 pm

    hrikalega gott! 😀

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

©2025 Uppskriftasafn | Powered by SuperbThemes & WordPress