Marmarakaka ala amma Þura

  • 75gr smjörlíki
  • 3/4dl sykur
  • 2 lítil egg
  • 2 1/2 dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1 dl mjólk

Kakódeigið

1/3 af hvíta deiginu tekinn til hliðar og bætt við:

  • 2 tsk kakó
  • 1 tsk sykur
  • 1 msk vatn

Aðferð:
Taktu þriðjung af kökudeiginu, láttu það í skál  og hrærðu saman við það kakói, sykri og vatni. Þá færðu brúnt kakódeig.
Láttu helming hvítadeigsins sem eftir er í smurt mót og þá kakódeigið og efst afganginn af hvíta deiginu.
Bakaðu kökuna neðst í ofni við 175°c í 35-45 mín.

Þessi er úr uppskriftasafninu hennar ömmu Þuru (Þuríður Ágústa Símonardóttir)
[rating:4]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *