litli frændi

Flottastir #Kaldalstrákar #Ollinnminn #frændur #systkinasynir
Systkinasynir <3

LOKSINS! kom að því, við fengum loksins að hitta hann litla frænda úr Danaveldi. Fjölskyldan kom seinnipartinn í gær og við skelltum okkur í síðbúna afmælispizzaveislu til Ingibjargar og fengum að hitta og knúsa litla bróður í leiðinni.

Stóru strákarnir voru afskaplega stoltir af þessu litla krútti og tóku sig til með allskonar tilraunir á frænda sínum. Sjá við hverju hann myndi bregðast og svo frv.

Eins gott að litli frændi er með eindæmum rólegur og geðgóður því hann var miiikið skoðaður og mátaður af öllum stóru frændsystkinunum :)

Páskabingó

Ásuskott sú eina sem kom heim með egg en ekki fyeie BINGÓ heldur brandaraupplestur 🤔#Kaldal #Ásuskottiðmitt #Skottuborginmín #Ollinnminn #SFR #BINGÓ
systkinin í Páskabingói SFR

Við skelltum okkur í páskabingó í dag hjá SFR á Grettisgötunni. Fullllt út úr dyrum og spjöldin seldust upp!

Við náðum nú engu bingói en litlu munaði að Sigurborg næði vinningi í standandi Bingói en hún (Olli) var næst síðust til að setjast.

Ása Júlía skráði sig til leiks í brandaraupplestri og var svo heppin að vera ein af 8 til að vera dregin út og las hátt og skírt brandara fyrir okkur hin. Fyrir þátttökuna fékk hún egg frá Nóa nr 3 – ekkert lítið sátt við það daman :)

Við fórum líka fyrir viku og þá í bingó til styrktar Meistaraflokki kvenna í Körfu hjá ÍR – þar fékk Olli bingó og vann bók, origami fuglastreng, gjafabréf í SkyPark og gjafabréf á Krispy Kream. Ása fékk líka Bingó en var svo óheppin að annar krakki fékk samtímis bingó og sá dró hærra spil og fékk því aðal vinninginn en Ása fékk 2 gafamiða, annan á Krispy Kream en hinn á Dunkin Donuts.

Nýtt hobby

Maðurinn minn er nörd og langt kominn með að smita soninn
nýtt hobby

Leifur er kominn með nýtt áhugamál. sem er svosem ekki nýtt en ný útfærsla á áhugamáli sem hefur átt hug hans í annsi mörg ár.

Þessi útfærsla útheimtir samt óvenju mikið föndur þar sem hann þarf að líma “drekana” saman og að auki mála þá eftir kúnsarinnar reglum.

Og þegar drekarnir & allt það hefur verið málað og “skreytt” er fyrst hægt að hefjast handa og byrja leikinn eða spilið þar sem þetta er jú partur af spili sem heitir “Flames of war”.

Eini ókosturinn sem ég sé við þetta er að hann er búinn að stela handavinnuljósinu mínu *piff*

Sumir eru bara með þetta!

Sumir eru bara með þetta!
“Mamma, má ég búa til hrásalat með matnum?”

þegar við vorum hjá Sigurborgu og Tobba síðasta sumar fékk Oliver að hjálpa Tobba að útbúa hrásalat með matnum. Mikið sport!

Hann hefur nokkrum sinnum talað um að hann langi að endurtaka leikinn og útbúa salatið fyrir okkur með mat. Ég var fyrir löngu búin að tala um það við hann að hann þyrfti að tala við Tobba og fá uppskriftina svo hann myndi engu sleppa (honum þótti salatið í sumar svo gott).

Drengurinn tók mig á orðinu og sendi Tobba skilaboð á Viber (sms þjónusta sem fjölskyldan notar). og ekki leið á löngu þar til kallinu var svarað!

Þegar Oliver sá á matseðlinum okkar var áætlað að hafa steiktan fisk var hann snöggur til og bað um að ég myndi kaupa hvítkál og mæjó! svo hann gæti gert hrásalat með matnum. Hann var ekkert lítið stoltur af afrakstrinum og það bragðaðist alveg stórvel hjá honum og passaði vel með steikta fiskinum :)

Toogoodtobetrue

Toogoodtobetrue
mozzarellafylltar brauðbollur

Þetta er syndsamlega gott.. eiginlega of gott!
Rakst á þessa uppskrift inni á Ljúfmeti og mátti til með að hafa með súpunni í kvöld.

Mæli með því að fólk kíki á þessar!

Ég gerði reyndar 2falda uppskrift og stakk helmingnum af þessu í frysti til að eiga – elska að eiga tilbúnar brauðbollur sem ég veit að eru bragðgóðar og geta hennt þeim bara í ofninn og borið fram með súpu dagsins :)

Krakkarnir voru líka mjög hrifin og sérstaklega Sigurborg Ásta enda er hún algjör ostakerling ;)

fiskifeb

#fiskifebLax með fetaosti&ruccola
Lax með fetaosti&ruccola

Við tökum þátt í fiskifebrúar!
fjölgum dögum sem fiskur er í matinn  ;)

í þetta skiptið er það Lax með smá ruccola, chili flögum, s&p og fetaosti (muldum kubbi) og inn í ofn í 20mín.

Með þessu bárum við fram perlubygg og ferskt salat – algjört nammi!