Nomnomnom

ég fékk svo mikla löngun í ristaðar möndlur áðan… þá er bara hið eina í stöðunni að skella í eina pönnu eða svo!
Gerði reyndar 2faldan skammt og til þess að taka með mér í vinnuna á morgun :)
Nomnomnom
Uppskriftin sem ég fer eftir fékk ég hjá danskri stelpu sem var með mér í meðgöngusundi þegar ég gekk með Oliver og kann ég henni miklar þakkir fyrir að senda mér uppskriftina :D>Nammiiiii#jóló #möndlur #jólanammi

Prjón: Bohéme Sweater for kids

Þegar ég sá fyrstu myndirnar af þessari peysu birtast á Instagram reikningi Faroe Knit var ég harð ákveðin í að prjóna hana á systurnar.

Valdi að hafa þær alveg eins og úr léttlopa. Kláraði Ásu peysu fyrst og Sigurborgar fylgdi á eftir (dró það etv full lengi að klára hennar en það er annað mál!).

Ég er mjög ánægð með útkomuna og sömuleiðis systurnar.

Hér er linkur á Ásu Júlíu peysu og hér á Sigurborgar Ástu

Konfektmolar

Konfektmolar ala moi#100+happydays #sfr #gottaðvitanámskeið #konfektgerðég skellti mér á konfekt námskeið á vegum SFR áðan.
Finnst þessi Gott að vita námskeið þeirra algjör snilld og er ég búin að nýta mér þónokkur þeirra í gegnum árin. Sumt er bara í formi fyrirlestra en annað eru námskeið líkt og það sem ég fór á áðan.

Þó svo að við Leifur höfum gert slatta af þessu í gegnum árin finnst mér gaman að fara á svona kvöldstund til þess að fá nýjar hugmyndir af fyllingum og líka bara hugmyndum hvernig hægt er að gera… það þarf ekki að steypa allt eða rúlla í kúlur ;)

100 hamingjudagar

Ég tók mig til þann 11. ágúst síðast liðinn að taka 1 mynd á dag af einhverju sem gladdi mig eða fékk mig á einhvern hátt til þess að líða vel :)

Hér má sjá afrakstur þessa tímabils sem lauk með 4ára afmælisveislu Sigurborgar Ástu.

Ég er samt ekki alveg hætt… er komin í dag 102 og sjáum bara hvað þetta “endist” lengi :)

Snjóhúsagerð..

Snjóhúsagerð.. #allirhjálpastað #Kaldalkrakkar #frændsystkini #snjóhús
Bróðursynir Leifs voru hjá okkur um helgina og var hún vel nýtt í ýmiskonar snjóleiki, fórum meðal annars út í Skíðabrekku að renna og svo eyddu krakkarnir hellings tíma í að útbúa þetta risasnjóhús sem rúmaði þau frændsystkinin 6 og nokkra nágrannakrakka að auki.

Bara gaman þegar snjórinn er svona fullkominn fyrir snjóboltagerð :)

 

Sous Vide tilraunir

Kjúklingabringur með lime, timian, hvítlauksdufti, salti & pipar ásamt klípu af smjöri

Við erum á leið í bústað í Vetrarfríinu og ákváðum að sous vida þetta í kaf.

Græjuðum kjötið alla leið í poka með kryddi og með því þannig að það væri bara tilbúið beint í pottinn.

Vorum með Nautakjöt, 2 týpur af kjúklingi og svo lamba prime.

Krydduðum eftir smekk og skelltum í Vacumgræjuna, kjúklinginn ákváðum við að frysta en lambakjötið og nautið ekki.

Hlakka til!

Prjón: The worlds simplest mittens

Ég er búin að vera í svaklegu vettlingastuði í september, sem kemur sér svosem alveg ágætlega fyrir krakkana :)

Ég hef aðallega notast við uppskrift sem heitir “the worlds simplest mittens” sem er frí á netinu og get eiginlega ekki hætt að mæla með henni enda svo þægileg með tunguþumli sem er líka svo þægilegur fyrir krakkana.

Hef bæði prjónað eftir henni bara einlita vettlinga og blandað saman bæði garntegundum og litum sem er algjör snilld til þess að nýta garnafganga!

Hér eru nokkrar útgáfur sem ég hef gert í september:

Spuni frá ÍSTEX á prjóna nr 4mm
Trysil superwash keypt í BYKO
Trysil superwash keypt í BYKO
Spuni frá Ístex

 

Spuni frá ÍSTEX

 

Ný Dönsk

Við hjónakornin skelltum okkur á tónleika í gærkvöldi. Þetta var hálfgerð skyndiákvörðun (skyndi hjá okkur þýðir minna en viku fyrirvari).

Tónleikarnir voru með hljómsveitinni Ný Dönsk og voru annsi hressir og gaf okkur ágætis flashback þrátt fyrir að vera örlítið yngri en megnið af fólkinu í salnum :) það breytti litlu fyrir okkur enda þekktum við flest laganna :) eða auðvitað þekktum við ekki almennilega fyrstu 4 lögin enda lög af nýjustu plötunni þeirra :)

Við hittum þarna Palla félaga Leifs úr MS & frú þannig að við vorum nú ekki ein um að vera örlítið yngri!

Mér finnst alveg dásamlegt að fylgjast með Daníeli á sviði, hann er með stöðuga sýningu í gangi hvernig hann lifir sig inn í lögin. Get ekki sagt að Björn Jörundur hafi verið neitt síðri en bara dásamlegt að fylgjast með þeim báðum.

Erum rosalega ánægð með tónleikana í heild og hefðum aldrei viljað sleppa þeim :)