Orkumótið

Oliver mætti á Orkumótið í ár ásamt félögum sínum úr ÍR.
Hann fór með liðinu á miðvikudaginn en við hin mættum á þriðjudagskvöldið með allt hafurtaskið.

styttist í brottför

Þetta var stórskemmtilegt mót þar sem strákarnir stóðu sig mjög vel og unnu sig upp um 9 riðla sem má teljast nokkuð gott hjá þeim.

fyrsti leikurinn undirbúinn með Krissa þjálfara

Dagarnir í Eyjum byggðust auðvitað að mestu á því að elta þessa 9 gutta sem tilheyrðu ÍR bláum á milli valla en á kvöldin þá náðum við að kynnast aðeins hinum foreldrunum þar sem svo vildi til að við vorum nærri því öll á sama svæðinu á tjaldstæðinu hjá Þórsheimilinu.

Allir komnir í Orkumótsjakkana

Við nýttum síðasta daginn í Eyjum, svona á milli skúra, til þess að túristast aðeins á Eyjunni fögru.

Oliver og Ása Júlía prufuðu að spranga á meðan Sigurborg Ásta tók það ekki í mál að hanga í einhverjum kaðli utan í klettum! þvílíka ruglið :)

Sprangandi ÍRingar
Systkini á Stórhöfða #orkumótið #fótboltabörn #Kaldalsumar17
Systkini á Stórhöfða

Einnig kíktum við á Stórhöfða og smellti ég þar nokkrum myndum af krökkunum.

Áttum far í land með Herjólfi rétt fyrir kl 7 þannig að við höfðum allan daginn til þess að taka saman og ganga frá eftir okkur.

Takk fyrir okkur Eyjar – þetta var stórskemmtilegt :)

Áfram ÍR!

Fótboltamót
Ása Júlía keppti á Greifamótinu á Akureyri um helgina, KA stóð fyrir mótinu sem var glæsilegt og stelpurnar skemmtu sér stórvel og gekk alveg ágætlega :) Áfram ÍR!

Við lögðum af stað Norður í seinna lagi og vorum komin í íbúðina í Skarðshlíðinni um kl 22:30. Ása hafði ætlað að gista með stelpunum í skólanum en okkur fannst við vera heldur seint á ferðinni þannig að hún gisti með okkur fyrri nóttina.
Ræs snemma morguns því þær áttu að keppa fyrsta leik kl 9:20.
Þær stóðu sig með sóma í öllum leikjum dagsins og voru í skýjunum með að fá að fara í Bíó (mamma & Olli fóru líka) og í sund þrátt fyrir að rennibrautin væri óvirk.
Seinni dagurinn var ekki síðri enda flottar stelpur hér á ferð, þó ekki hafi komið til þess að þær fengju bikar þá voru þær allar sáttar við sitt og fullt af stoltum foreldrum í kringum þær.

ÍR stelpur á KA móti ♡ #áframÍR
7.flokkur kvk ÍR með Róberti þjálfara

Allt hitt
Við nýttum tækifærið fyrir Norðan og kíktum í heimsókn til Olla frænda og Önnu Guðnýjar í nýja húsið þeirra á laugardeginum og vorum svo heppin að fá matarboð í leiðinni og krakkarnir gátu gleypt í sig barnaefni fyrir alla helgina á meðan við vorum þar þar sem ekki gafst tími í sjónvarpsgláp í íbúðinni sem við höfðum til umráða.

Jóhann Mikael bekkjarbróðir Olla fékk svo að gista hjá okkur aðfararnótt sunnudagsins og fannst Olla það alls ekki leiðinlegt.

Við kíktum líka í jólahúsið áður en við héldum af stað aftur heim þar sem krakkarnir fengu að smakka sykurhúðuð epli ;)

 

17.júní hefðin

Er auðvitað að keyra með Garðari frænda og Magga afa niður Laugarveginn ásamt hinum í Krúser ;)

Í ár var þó ein breyting og hún er sú að ekki var keyrt um með toppinn niðri eins og undanfarin ár þar sem einhver bilun er í mótornum, það kom þó ekki að sök og fólk að hluta til fengið þar sem helli selja var hluta af rústunum en krökkunum fannst þetta alls ekki leiðinlegt.

Oliver tók svo að sér hlutverk sérlegs yfirþurrkara og var snöggur í gang með apaskinnið að þurrka bílinn þegar það stytti upp :)

Ræktun

Í lok apríl byrjun maí vildi Olli endilega sá fyrir “einhverju” helst sem væri ávöxt… sterkum ávexti..  var þá eitthvað fleira en vilji chilli í boði? Jújú margar eru tegundirnar af chilli til en chilli varð fyrir valinu. Við byrjuðum á að setja ca 6 fræ í rætunarkassa sem ég átti til og alltof seint færði ég þær svo yfir í blómpotta og staðan er núna svona eins og á myndinni hér að ofan.

Límonaði er málið á heitum degi

Ég átti sítrónusafa inni í frysti frá því að við gerðum maraþon límonaði fyrir afmælið hennar Ásu Júlíu í fyrra, eða fengum Sigurborgu systur Leifs til þess að græja það á meðan við kláruðum afmæliskökuna ofl. Í dag var fullkominn dagur til þess að græja límonaði fyrir liðið ;) Svalandi og bragðgott.

Á alltaf eftir að setja niður uppskriftina sem hún gaf mér og smella nokkrum myndum af í leiðinni til þess að setja inn á uppskriftasíðuna :)

En svo sólgin voru börnin í límonaðið að kannan kláraðist fljótt. Límonaði er málið á heitum degi

Fyrir mömmu ♡

Mamma átti afmæli 2.júní sl. en þar sem elsta barnabarnið var ekki í bænum þá vildi hún fresta afmælinu sínu þar til allir kæmust ;) segiði svo að hann sé ekki dekurrófa!

Ég fann svo fallegan vönd í Garðheimum með fullkomnum rósum sem ég bara varð að færa henni <3

Fyrir mömmu ♡

tíminn líður

og börnin eldast en ekki við foreldrarnir :P

Ása Júlía var að klára sinn annan vetur í Seljaskóla og Oliver sinn fjórða. Þeim gengur báðum vel í skólanum og eiga hvort sinn vinahóp þar.

Þessir snillingar kláruðu 2 og 4 bekk í dag :)

Sumarið framundan með tilheyrandi námskeiðum þar til við hin komumst í frí með þeim sem verður í lok mánaðarins og í júlí.

Ása Júlía ætlar að draga okkur norður í land á fótboltamót nú í júní og Oliver til Eyja á Pollamótið :)