ættarmót í Ólafsvík

Oliversleggur#ættarmót
Oliversleggur

í morgun brunuðum við til Ólafsvíkur til þess að mæta á 1 stk ættarmót hjá afkomendur Kristjáns Kristjánssonar og Önnu Elísabetar Brandsdóttur eða langafa og langömmu minna. Þau voru foreldrar Olla afa :)

Við byrjuðum á að safnast saman í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Þrátt fyrir úrhellis rigningu fór hópurinn út í kirkjugarð þar sem blóm voru lögð á leiði látinna forfeðra okkar. Flest okkar héldu svo í smá göngutúr þar sem kíkt var á æskuheimili afa eða í garðinn við húsið :)
Rennandiblautur hópurinn dreif sig svo inn í íþróttahúsið þar sem búið var að undirbúa smá þrautabraut fyrir okkur þar sem meðal annars þurfti að semja vísu, hitta borðtenniskúlum í þar til gerð hólf, leysa nokkrar gátur og fleira skemmtilegt :) Hópnum var skipt upp eftir afkomendum hvers systkinis – við vorum í Bláa hópnum :)

Þegar þrautir höfðu verið leystar hélt hópurinn aftur inn í Klif þar sem fólk náði mesta hrollinum úr sér með kaffi og hver leggur fékk það hlutverk að búa til ættartré, ég reyndar klikkaði á að taka mynd af því en setti upp í Excel á sama tíma og ég hjálpaði Helgu og Júlíönu við að rifja upp alla nánustu ættingjana :)

Um 5 leitið héldu flestir í öfnnur hús til að skipta um föt og hafa sig til fyrir kvöldið. Við skelltum okkur til Hjördísar frænku í Vallholtinu þar sem hún bauð upp á kaffi og hjónabandssælu.

Kvöldmatur í Klifi með öööööllluuumm ættingjunum (já það bættust þónokkrir við þarna) og þétt dagskrá með skemmtiatriðum og ræðum. Sandra Ýr söng 2 lög án undirleiks og gerði það listavel og Hrönn Svans ásamt Magnúsi Stef tóku einnig nokkur lög og þar á meðan Íslenska konan sem hún flutti óaðfinnanlega. Fjöldasöngur var einnig undir stjórn Magnúsar og var Oliver spenntastur fyrir að syngja “ég er kominn heim” sem rættist rétt áður en við héldum af stað aftur til baka í borgina.

Þorsteinn Ólafs smellti af nokkrum annsi góðum hópmyndum af okkur, bæði af hverjum legg fyrir sig og einnig einni risa hópmynd :) gaman að því.