ættarmót í Ólafsvík

Oliversleggur#ættarmót
Oliversleggur

í morgun brunuðum við til Ólafsvíkur til þess að mæta á 1 stk ættarmót hjá afkomendur Kristjáns Kristjánssonar og Önnu Elísabetar Brandsdóttur eða langafa og langömmu minna. Þau voru foreldrar Olla afa :)

Við byrjuðum á að safnast saman í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Þrátt fyrir úrhellis rigningu fór hópurinn út í kirkjugarð þar sem blóm voru lögð á leiði látinna forfeðra okkar. Flest okkar héldu svo í smá göngutúr þar sem kíkt var á æskuheimili afa eða í garðinn við húsið :)
Rennandiblautur hópurinn dreif sig svo inn í íþróttahúsið þar sem búið var að undirbúa smá þrautabraut fyrir okkur þar sem meðal annars þurfti að semja vísu, hitta borðtenniskúlum í þar til gerð hólf, leysa nokkrar gátur og fleira skemmtilegt :) Hópnum var skipt upp eftir afkomendum hvers systkinis – við vorum í Bláa hópnum :)

Þegar þrautir höfðu verið leystar hélt hópurinn aftur inn í Klif þar sem fólk náði mesta hrollinum úr sér með kaffi og hver leggur fékk það hlutverk að búa til ættartré, ég reyndar klikkaði á að taka mynd af því en setti upp í Excel á sama tíma og ég hjálpaði Helgu og Júlíönu við að rifja upp alla nánustu ættingjana :)

Um 5 leitið héldu flestir í öfnnur hús til að skipta um föt og hafa sig til fyrir kvöldið. Við skelltum okkur til Hjördísar frænku í Vallholtinu þar sem hún bauð upp á kaffi og hjónabandssælu.

Kvöldmatur í Klifi með öööööllluuumm ættingjunum (já það bættust þónokkrir við þarna) og þétt dagskrá með skemmtiatriðum og ræðum. Sandra Ýr söng 2 lög án undirleiks og gerði það listavel og Hrönn Svans ásamt Magnúsi Stef tóku einnig nokkur lög og þar á meðan Íslenska konan sem hún flutti óaðfinnanlega. Fjöldasöngur var einnig undir stjórn Magnúsar og var Oliver spenntastur fyrir að syngja “ég er kominn heim” sem rættist rétt áður en við héldum af stað aftur til baka í borgina.

Þorsteinn Ólafs smellti af nokkrum annsi góðum hópmyndum af okkur, bæði af hverjum legg fyrir sig og einnig einni risa hópmynd :) gaman að því.

 

Elskulegust stjórnar afmælissöngnum sínum með bros á vör ♡

Elskulegust stjórnar afmælissöngnum sínum með bros á vör ♡Við héldum upp á afmæli Ásu Júlíu í dag við mikla gleði afmælisbarnsins. Fullt af fólki fagnaði með dömunni sem hefur loksins náð þeim langþráða aldri að verða 8ára og að byrja í 3.bekk. Það þýðir sko að hún sé að hætta að fara í frístund að eigin mati og ekkert barn lengur – jáhá – kemur í ljós þegar æfingaplönin eru komin á hreint hvernig og hvort það verði af því :)

Takk allir sem komu og samglöddust með afmælisfiðrilidinu okkar <3

klaufabárður

það eina sem sönglar um í kollinum á mér er klaufabárðalagið.. hversvegna? jú þannig er að Leifi tókst að slasa sig í gærkvöldi… merkilegt nokk í fyrsta sinn frá því að framkvæmdirnar hófust hérna uppi á lofti fyrir 4 árum síðan…

Sporjárn djúpt í þykkasta vöðvann i vinstri lófa… 12 sporum ríkari (nei ekki 12 spora kerfið) eftir tæplega 3 tíma skrepp á Slysó.

Krakkarnir voru á mörkum þess að vera sofnuð og þegar Leifur kallaði til mín að hann þyrfti hjálp og ég sá hvernig í málunum lá hoppaði ég yfir á K50 til þess að ath hvort þau gætu skuttlað Leifi á slysó fyrir mig.. það eina sem mér datt í hug allavegana, ekki var ég að fara að yfirgefa krakkana eða drösla þeim með niðreftir. Bjarki var svo frábær að fara með honum og ég hringdi svo í Ingu og Skúla til þess að segja þeim hvað hafði gerst og bað þau eða alla vegana annað þeirra að fara til Leifs þannig að leysa Bjarka af. Inga endaði á að fara og var með honum allan tímann.

Óhætt er að segja að Leifur hafi sloppið vel.. bara skurður en ekki í neinar mikilvægar taugar og full hreyfigeta og tilfinning í þumlinum og vísifingri – sem skiptu mestu máli.

Umbúðirnar voru þó ekki miklar en hann þarf að hlífa hendinni næstu daga og skipta reglulega um umbúðir – kemur sér vel að ég fékk súper leiðbeiningar hjá Emilíu um hvernig best væri að búa um sárið og hún skaffaði mér líka það sem best væri að nota á það.

______________
Uppfært 28.ágúst
Leifur mætti í saumatöku í morgun en Emilía hjúkrunarfræðingur fann smá graftarpoll í miðjum skurðinum, hún tók því bara saumana þar yfir og kreisti það sem hún gat. Lét okkur hafa Fucidin (sýkladrepandi áburður) og bað Leif að reyna sjálfan að þrýsta á í kvöld og annað kvöld og bera Fucidinið á á eftir. Að sjálfsögðu að fara beint aftur á Heilsugæsluna eða á Læknavaktina fái hann slátt eða verki í skurðinn upp á sýkingu að gera. Vonandi var þetta bara í efstalaginu og því ekki þörf á meiri sýklalyfjagjöf en þetta. Hann á svo að koma aftur á föstudag í tilraun 2 af saumatöku þar sem Emilía vildi ekki taka hina saumana upp á að sárið opnaðist ekki nema bara rétt yfir sýkingunni.

 

_________________
Uppfært 1.sept
Allt eins og það á að vera, eins og við vonuðumst eftir þá var sýkingin bara þarna efst og Leifur hefur ekkert fundið meira til í sárinu. Saumarnir allir plokkaðir úr og allt eins og best er á kosið. Þá er bara að láta þetta gróa almennilega :)

Danmerkurferð fjölskyldunnar

InstagramVið skruppum til Danaveldis í nokkrar vikur nú í júlí – alveg dásamlegur tími sem við áttum þar með Ingu & Skúla tengdó, Sigurborgu, Tobba, Ingibjörgu & Kviku.

Vorum í viku í bústað í Brovst sem er rétt hjá Blockhus en hann var samt eiginlega notaður mest megnis sem bækistöð og svefnstaður þar sem við þvældumst á ýmsa staði þarna á Norður Jótlandi. Fórum m.a. á Skagen, “Slettestrand”, skoðuðum bunkera á Hanstholm ströndinni og svo fóru Leifur, Ása & Olli ásamt Ingu, Skúla og Sigurborgu og skoðuðu Bunkera safn frá seinni heimstyrjöldinni í Hanstholm, prufuðum fótboltagolf og skelltum okkur í Sirkus þar sem krakkarnir prufðu að fara á bak á Fíl (Ása & Olli) og Kameldýri (Sigurborg Ásta & Ingibjörg) sem var svakalega mikið sport :)

Mamma mamma við fundum frosk!#Kaldalsumar17 #danmark #froskur #ævintýri
Mamma mamma við fundum frosk! heyrðist kallað þegar við vorum að klára að pakka í bílana við Sumarbústaðinn
Yndisfrænkur#Kaldalsumar17 #danmark
Á leið á safn í Løkken um Rubjerg Knude vitann og bæinn þar í kring

Eftir vikudvöl í bústaðnum var haldið “heim” til Odense þar sem við eyddum næstu 2 vikum.  Inga og Skúli skelltu sér yfir til Köben á Sunnudeginum og skoðuðu sig um þar í nokkra daga áður en þau héldu heim á leið.

Við heimsóttum dýragarðinn í Odense og eyddum þar heilum degi í að kíkja á öll þessi flottu dýr sem þar búa.

Auðvitað var farið í heimsókn í Mecca Leifs og Olivers – Legoland! þar sem um það bil 95% tækjanna voru prufukeyrð. Olla og Ásu fannst æði að geta farið í alla rússíbanana og nýttu sér það óspart. Sigurborg Ásta var aðeins minna glöð með þessar ferðir systkinanna enda ekki búin að ná þeirri hæð sem lágmarkskröfur voru um. Henni fannst samt ekkert leiðinlegt að fara í þau tæki sem hún mátti fara í :)

Fjölskyldan & Ingibjörg frænka í útsýnislestinni í Legolandi

Við eyddum 2 dögum í Legolandi líkt og 2014 en Sigurborg, Tobbi & Ingibjörg voru með okkur fyrri daginn.
Oliver & Ása Júlía tóku þátt í kubbakeppni þar sem þemað var “hús” og Oliver gerði sér lítið fyrir og var einn af sigurvegurum dagsins! Fékk hann að launum veglegan Star Wars legokassa.

Stoltur!

Dagsferð til Þýskalands var líka á listanum sem hægt var að skella ✓ á :)

á landamærunum!

Stoppuðum fyrst við Dannewerk og röltum aðeins um þar eftir að hafa nært okkur aðeins í “mini” piknik.
Færðum okkur því næst yfir til Laboe sem er nálægt Kiel en þar var U-boat kafbátur sem heillaði Leif alveg upp úr skónum enda notaður af Hitler í WWII. Við vorum reyndar ekki lengi í Laboe enda var smá peningavesen í gangi, Evrur af skornum skammti hjá okkur og vesen að komast í hraðbanka og verslanir voru ekkert að hafa fyrir því að taka erlend kreditkort! Stuttu eftir að við stoppuðum í Laboe byrjuðu allir krakkarnir að tala um að komast á WC og einu WCin sem við fundum kostaði að komast á, þ.e. ef maður ætlaði sér að nota eitthvað annað en pissuskál! talandi um bleikan skatt!!!- náðum að skrapa saman í wc ferð fyrir okkur stelpurnar og drifum okkur því næst bara yfir til Kiel þar sem við röltum um miðbæinn og fundum okkur álitlegan veitingastað sem seldi Snitzel í ýmsum útfærslum.

Schnitzel “Viennese style” á Das Wirtshaus í Kiel

Miðbær Odense var skoðaður í nokkrum skömmtum, fórum meðal annars og kíktum á síðdegissýningu hjá áhugamannaleikhópi sem sýnir örleikrit þar sem flestallar sögur H.C. Andersen koma fram og það á aðeins 30 mín gerir aðrir betur. Leikhópurinn er samansettur af börnum og fullorðnum á öllum aldri.

Hjólabátur

Skelltum okkur í siglingu á hjólabátum eftir ánni í miðbænum. Virkilega fallegt svæði og spennandi að mati krakkanna að fá að hjóla svona um :)
Auðvitað komu dagar þar sem ekkert annað komst að en að hangsa heima og njóta þess að vera til, elda góðan mat og já bara njóta!

Oliver fann sér nokkrar bækur til að lesa og spændi í sig 3 fyrstu Harry Potter bækurnar á örfáum dögum, er algjörlega kolfallinn!

Stelpunum fannst æði að klæða sig upp í búningana hennar Ingibjargar og voru mörg skipti í hvert sinn

Í Kerteminde var haldin uppskeruhátíð eða Kirsuberjahátíð á meðan við vorum úti og ákváðum við að kíkja þangað. Stoppið var stutt enda fór að rigna fljótlega eftir að við komum. MIKIÐ af fólki á litlu svæði en við rákumst á fornbílasýningu sem var reyndar frekar skondin þar sem við erum vön því að bílarnir séu alveg tiptop á Krúsersýningunum að þá var það ekki alveg málið – einn bíllinn var til að mynda með gömlum þurrum fuglaskít á framrúðunni og annar lá á felgunni (algjörlega flatt). En nóg var af Kirsuberjavarningi! Við Sigurborg skelltum okkur í H&M áður en við fórum af stað til þess að ath hvort það væri ekki til eitthvað af kirsuberjafatnaði handa stelpunum en Ingibjörg átti gollu með pallíettuskrauti sem voru jú einmitt kirsuber – það var reyndar svo það eina sem við fundum og okkur fannst fallegt þannig að ég splæsti bara í þannig peysur á Ásu Júlíu og Sigurborgu Ástu :) Stelpurnar því allar í stíl!

Kirsuberjastelpur á Kirsuberjafestivali í Kerteminde

Síðasta vikan bauð ekki upp á margt en við náðum þó að gera ýmsilegt eins og að fara niðrá strönd og í bíltúr til Givskud Zoo! já annar dýragarður en þarna má maður keyra um á sínum bíl og kemst í raun mun nær dýrunum en annarstaðar… líka Ljónum!
Strandferðin hitti einmitt á dásemdar sólardag og ekki skemmdi að akkúrat þann dag var Tobbi í fríi! *jeij*
Ákváðum að drífa okkur bara niðrá strönd og slaka á! sem var gert til hins ýtrasta!

Á ströndinni 🏖🌞
Kíktum á Hasmark Strand, einn af síðustu sólardögunum

Við eyddum öllum deginum hérumbil frá opnun og alveg til lokunar í Giveskud zoo og ég mæli sko hiklaust með því – og að taka nesti! alveg upp á danska mátann alla leið!
Krökkunum fannst hrikalega spennandi að keyra inn í ljónabúrið og sjá ljónin labba hérum bil alveg upp við bílinn. Alveg þess virði að bíða í rúmlega 30 mín röð :)
Okkur Leifi langaði samt mest af öllu að komast nær Gíröffunum en þeir eru eitthvað svo tignarlegir þrátt fyrir ógurlega lengd í fótum og hálsi ;)

Don't mind me... just passing by
Giveskud Zoo!

Oliver var búinn að tala um það áður en við fórum út að hann vildi sko endurtaka berjatýnsluna en við gerðum heiðarlega tilraun til þess.. jarðaberjatíminn liðinn, hindberjatíminn alveg á mörkunum, kirsuberjavertíðinni alveg að ljúka en möguleiki á rifsi, sólberjum, plómum og einhverju skemmtilegu.. en þegar á reyndi fór að rigna .. og rigna… og HELLIRIGNA.
Við enduðum samt á því að taka með okkur heim eins og ca kg af rifsi.

systkinin að leita skjóls undir plómutrjám…

Þetta var dásamleg ferð uppfull af góðum mat, samveru og minningum.
Takk fyrir okkur elsku Sigurborg, Tobbi, Ingibjörg, litla ljós og Kvika <3

 

Smá brot af myndunum sem ég tók á símann minn má finna hér ef áhugi er á :)